Framtíð peninga - upptaka frá opnum fundi

Samtök fjármálafyrirtækja stóðu fyrir opnum rafrænum fundi, fimmtudaginn 20.janúar um framtíð peninga.Hver er staða peninga í rafrænu fjármálakerfi? Hvert er hlutverk seðlabankanna í fjármálakerfi framtíðarinnar? Hver eru áhrifin á fjármálastöðugleika? Erum meðal þeirra spurninga sem ræddar voru á fundinum sem var vel sóttur.Hér má sjá upptöku af fundinum:

Védís Sigurðardóttir sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Landsbankanum flutti upphafsávarp og fór yfir fortíð og framtíð peninga. Dan Awrey, lagaprófessor við Cornell háskóla, flutti erindi sitt "Gresham´s New Law" og að erindi loknu ræddi Riian Dreyer, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka við Dan í stutta stund auk þess sem opnað var fyrir spurningar.Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu flutti erindi þar sem hún fór yfir hlutverk seðlabankanna í fjármálakerfi framtíðarinnar og ræddi seðlabankarafeyri frá ólíkum hliðum. Jón Helgi Egilsson, meðstofnandi Monerium og fyrrum formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands flutti að lokum erindið; ,,Getur DeFi aukið fjármálastöðugleika?". Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, ræddi við Rannveigu og Jón Helga að erindum þeirra loknum.Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, stýrði fundinum.