Fundur aðildarfélaga SFF með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og fjármálaeftirliti bankans, 23. mars nk.
Fimmtudaginn 23. mars nk. munu SFF halda félagsfund með aðildarfélögum sínum.
Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, Björk Sigurgísladóttir og Gísli Óttarsson framkvæmdastjórar hjá fjármálaeftirlitinu. Auk þeirra mun Lilja B. Einarsdóttir, stjórnarformaður SFF og bankastjóri Landsbankans ávarpa fundinn.
Ásgeir opnar fundinn en þar á eftir tekur Unnur við og lýsir helstu áherslum bæði til lengri og skemmri tíma. Því tengt segir Unnur frá hugmyndum að baki nýlegum skipulagsbreytingum. Að lokum segja Björk og Gísli frá starfinu innan sinna sviða.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF stýrir fundinum.
Vinsamlegast skráið ykkur hér á fundinn fyrir dagslok 21. mars.