Hátt í tvö þúsund fyrirtæki óskað eftir greiðslufresti

Fjármálafyrirtæki hafa afgreitt 1.736 greiðslufresti á lánum fyrirtækja síðan lánveitendur undirrituðu samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum vegna efnahagsáhrifa heimfaraldurs Covid-19. Af afgreiddum umsóknum hafa því 97% fyrirtækja uppfyllt skilyrði samkomulagsins um greiðslufresti. Á tímabilinu hafa 1.917 fyrirtæki óskað eftir greiðslufresti á lánum vegna heimsfaraldursins og hafa tæplega 1.800 umsóknir þegar verið afgreiddar frá því neyðarstigi almannavarna var lýst í mars s.l. Ríflega 120 umsóknir eru í vinnslu. Nokkuð hefur hægt á umsóknum fyrirtækja um greiðslufresti og virðast fyrirtæki hafa gripið nokkuð snemma til þess úrræðis að óska eftir greiðslufresti á lánum þegar efnahagsáhrifa heimsfaraldursins tók að gæta.Á fimmta þúsund heimila fengið greiðslufrestiFjármálafyrirtækin brugðust hratt við og hafa á liðnum vikum unnið með sínum viðskiptavinum að skjótum úrlausnum vegna óhjákvæmilegra efnahagsáhrifa heimsfaraldursins. Töluverður fjöldi heimila hafa leitað til fjármálafyrirtækja og hafa á fimmta þúsund heimila leitað til banka og sparisjóða eftir greiðslufrestum auk þess sem þónokkur aukning er í umsóknum um endurfjármögnun lána og aðra þjónustu fjármálafyrirtækja s.s. úttekt séreignarsparnaðar.Fjármálafyrirtækin hafa á undanförnum árum verið leiðandi í innleiðingu og notkun á stafrænum lausnum í þjónustuframboði sínu. Í samkomubanni hefur þessi umbylting í veitingu fjármálaþjónustu reynst lykillinn að því hve vel hefur tekist að afgreiða þennan mikla fjölda beiðna um þjónustu lánveitenda.Sjá nánari upplýsingar um samkomulag lánveitenda um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs Covid-19