„Heilmikil hagræðingartækifæri“ með sparnaðartillögu SFF

Rætt var við Jónu Björk Guðnadóttur, yfirlögfræðing SFF, á Bylgjunni og Vísi, nýverið um sparnaðartillögu SFF sem send var í samráðsgátt stjórnvaldai þar sem óskað var eftir tillögum um hagræðingu og einföldun stjórnsýslu. Í tillögu SFF var hvatt til þess að lokið yrði við lagabreytingu sem staðið hefur til um nokkrar hríð er varðar að heima að gera skuldaskjöl rafræn. Með því megi ná fram enn ferkara hagræði en hefur þegar náðst í gengum rafrænar þinglýsingar sem urðu að veruleika árið 2020.
Jóna Björk benti á að margt hafi tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí í vinnu og allt það,“ segir Jóna Björk.
„Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“
Í fréttinni er bent á að um 50 þúsund veðskuldabréfum sé þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna Björk.