Ísland.is opnar fyrir umsóknir um stuðningslán

Nú um hádegisbil var opnað fyrir umsóknir um stuðningslán á vefgáttinni Ísland.is. Frá því að umgjörð og skilyrði fyrir veitingu stuðningslánanna varð að lögum á Alþingi hafa stjórnvöld unnið að umsóknargátt og rafrænu staðfestingarferli skilyrða.Annars vegar er um að ræða stuðningslán að 10 mkr. með 100% ríkisábyrgð og hinsvegar geta lánastofnanir veitt stuðningslán með 85% ríkisábyrgð að hámarki 40 mkr.Stjórnvöld hafa samið við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku, Landsbankann og sparisjóðina um lánveitingarnar.Hvatt er til þess að fyrirtæki sem hyggjast sækja um stuðningslán fari vel yfir þau gögn sem hafa þarf tiltæk í umsóknarferlinu sem og skilyrði og kvaðir lánanna.Sjá nánar í tilkynningu á vef stjórnarráðssins og umsóknargátt Ísland.is