Kjarasamningur undirritaður

Skammtímakjarasamningur milli SA og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hefur verið undirritaður. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til janúarloka 2024.Undir kjarasamninginn falla um 3.500 félagsmenn SSF og er samningurinn í takt við fyrri samninga SA sem undirritaðir hafa verið á almennum vinnumarkaði og samþykktir með miklum meirihluta félagsmanna þeirra stéttarfélaga. Launþegar sem heyra undir samninginn munu fá sömu hækkanir og aðrir hópar sem SA hefur samið við hafa fengið. Þá er afturvirkni frá nóvember 2022 inni í samningnum.

Mánaðarlaun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 6,75%, að hámarki um kr. 66.000 afturvirkt frá 1. nóvember 2022 líkt og samið var um við VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks.

Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu og mun niðurstaða liggja fyrir föstudaginn 27. janúar.

Hér má nálgast kjarasamninginn

Nánar um kjarasamninga 2022-2024 á vef SA