Lækkun vaxta ánægjuleg en samstillt átak þurfi til að komast í mark

Rætt var við Heiðrún Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, í kvöldfréttum RÚV í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í vikunni. Í fréttinni segir Heiðrún lækkun vaxta ánægjuleg sem og lækkun verðbólgu að undanförnu. Hins vegar hafi ekki enn verið unnið bug á verðbólguskotinu að undanförnu, enda er verðbólga áfram yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Því þurfi samstillt átak til að koma verðbólgunni á rétt ról og þar með skapa forsendur fyrir lægra enn lægra vaxtastigi.

„Við fögnum því auðvitað að það sé verið að lækka vexti og að verðbólgan er að lækka. Auðvitað hefðum við viljað sá þetta gerast hraðar og við vonum bara að þetta haldi áfram. En það verða líka allir að fara á bátinn og hjálpa til,“ sagði Heiðrún við RÚV.