Miðlunar- og samskiptastjóri - SFF
Miðlunar- og samskiptastjóri - SFF
Reykjavík - Fullt starf
Umsóknarfrestur: 15.03.2023
Viltu starfa með samstilltum hópi sérfræðinga í líflegu og krefjandi vinnuumhverfi? Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) leita að metnaðarfullum og töluglöggum sérfræðingi í miðlun og samskiptum með áhuga á fjármálageiranum og þekkingu á því umhverfi sem fjármálafyrirtæki starfa í. Hlutverk, ábyrgð og helstu verkefni
- Umsjón með allri útgáfu og upplýsingamálum SFF
- Samskipti við ytri aðila, s.s. fjölmiðla, aðildarfélög og aðra hlutaðeigandi aðila
- Umsjón með viðburðum á vegum SFF
- Öflun, greining og framsetning upplýsinga um þróun fjármálaumhverfis
- Þátttaka í vinnuhópum á vegum samtakanna
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi íslenskukunnátta og góð kunnátta í ensku, kunnátta í Norðurlandamáli er kostur
- Reynsla af öflun og framsetningu gagna auk greiningarhæfni
- Haldgóð reynsla af textaskrifum
- Reynsla af vefumsjón og önnur tækniþekking sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, forvitni, sjálfstæði og gott skipulag
- Reynsla af almannatengslum eða fjölmiðlum er kostur
Upplýsingar veitir Sverrir Briem - sverrir@hagvangur.is
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) eru hagsmunasamtök 24 íslenskra fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga. SFF er aðili að Samtökum atvinnulífsins. Tilgangur samtakanna er að stuðla að skilvirkri, hagkvæmri, öruggri og samkeppnishæfri umgjörð fyrir starfsemi aðildarfyrirtækja sinna og efla virka samkeppni, neytendavernd, skilning og almenna þekkingu á hlutverki og starfsemi fjármálafyrirtækja. SFF eru aðilar að Evrópsku bankasamtökunum (EBF) og Samtökum evrópskra tryggingafélaga (Insurance Europe) ásamt því að vera virk í ýmsum nefndum og starfshópum.