MIFID II SLEGIÐ Á FREST

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að gildistöku MiFID II tilskipuninni um markað með fjármálagerninga verður frestað um eitt ár og að hún taki gildi 3. janúar 2018. Upphaflega átti hún að taka gildi í ársbyrjun 2017.Samkvæmt fréttatilkynningu framkvæmdastjórnarinnar er gildistökunni frestað vegna hversu viðamikið verk er enn óunnið hjá fjármálafyrirtækjum og eftirlitsaðilum vegna innleiðingar á tilskipuninni. Vinna við innleiðinguna hófst hjá íslenskum stjórnvöldum sl. haust og stefnt hefur verið að því að fjármálaráðherra gefi út skýrslu um helstu þætti tilskipunarinnar á komandi vori.