Ný lög gegn aðgerðum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Samtök fjármálafyrirtækja vekja athygli á nýjum lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lögin leggja ríkar skyldur á fjármálafyrirtæki og aðra sem falla undir gildissvið laganna. Gerð er krafa um að þessir aðilar skilji starfsemi, eignarhald og stjórnskipulag viðskiptavina sinna og staðfesti þær upplýsingar sem viðskiptavinir veita. SFF hafa útbúið kynningarefni um áhrif laganna fyrir einstaklinga og lögaðila. Nánar má lesa um áhrif laganna fyrir einstaklinga hér og enska útgáfu af upplýsingunum má finna hér. Upplýsingar um áhrif laganna fyrir lögaðila má sjá hér og ensku útgáfuna af upplýsingunum má nálgast hér.