Öll ungmenni fái kennslu í fjármálæsi

Rætt var við Heiðrúnu Jónsdóttir, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, í Ríkissjónvarpinu í kjölfar útgáfu skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Í fréttinni fagnaði Heiðrún sérstaklega tillögu starfshópsins um að efla fræðslu í fjármálalæsi hér á landi.

„Við viljum jafna stöðu allra ungmenna og tryggja að öll ungmenni í skólum landsins fái undirstöðukennslu í fjármálalæsi til að búa þau undir framtíðina,“ segir Heiðrún við RÚV.

Fjármálavit, samstarfsvettvangur Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssamtaka lífeyrissjóða, sem komið var á fót árið 2015, hefur unnið að því að styðja við kennslu í fjármálalæsi hér á landi með stuðningi og fræðslu fyrir kennara á þessu sviði.

Heiðrún bendir á í viðtalinu að kennsla í fjármálalæsi væri nú ekki alls staðar í boði fyrir nemendur í grunnskólum landsins. Samtal sé yfirstandandi við menntamálayfirvöld og vonir standi til að fjármálalæsi verði gert skýrari og ítarlegri skil í aðalnámskrá til að tryggja jafna stöðu ungmenna þegar kemur að kennslu í fjármálalæsi.

Horfa má á frétt RÚV hér.