Rætt um hæfni í atvinnulífinu á menntamorgni
Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, ræðir um hæfni í atvinnulífinu á Menntamorgni atvinnulífsins sem verður fimmtudaginn 7. október kl. 8.30-9.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Fundarstjóri er Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri fræðslumála hjá SFF. Boðið verður upp á morgunkaffi. Menntamorgnar atvinnulífsins eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka.Sigríður Guðmundsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) í upphafi árs 2021. Sigríður hefur starfað um árabil í ýmsum mannauðs- og fræðslumálum m.a. sem fræðslu- og mannauðsstjóri Eimskips, ráðgjafi hjá Attentus – Mannauður og ráðgjöf og sem grunnskólakennari.Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er að stærstum hluta í eigu SA og ASÍ og hefur það hlutverk að veita fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu námi úr framhaldsskóla tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Þessu hlutverki sinnir FA með því að greina, meta og þróa leiðir og aðferðir til að auka hæfni á vinnumarkaði í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífi um allt land.Í síbreytilegum heimi þar sem tækni og nýsköpun skipta sífellt meira máli hefur sjaldan verið mikilvægara að viðhalda hæfni og þekkingu í samræmi við kröfur atvinnulífsins. Sigríður ætlar í spjalli sínu að fara yfir verkfæri sem FA hefur þróað og geta nýst atvinnulífinu til aukinnar hæfniþróunar.Hröð tækniþróun eykur möguleikana á sveigjanlegum, skilvirkum og hagkvæmum valkostum þegar kemur að þessari fræðslu þar sem rafrænt námsumhverfi er í forgrunni. Með rafrænu námsumhverfi skapast lausnir og tækifæri fyrir öll fyrirtæki en ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem og fyrirtæki á landsbyggðinni.Morgunfundirnir eru frábær leið til að vera með puttann á púlsinum í fræðslu og símenntun fyrirtækja.Hér er hægt að skrá sig á fundinn.