SFF tekur undir áhyggjur Seðlabankans og systurstofnana af flækjustigi regluverksins

Rætt var við Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóri SFF, á mbl.is í kjölfar birtingar bréfs sem for­stjór­ar fjár­mála­eft­ir­litsstofnana á Norður­lönd­um sendu ný­lega sam­eig­in­legt til fimm evr­ópskra eft­ir­lits­stofn­ana þar sem lýst er yfir áhyggjum af umfangi og flækjustigi regluverksins sem gildir um fjármálastarfsemi á evrópska efnahagssvæðinu og kallað er eft­ir að ráðist verði í að ein­falda regluverkið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið var Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fyrir hönd Seðlabanka Íslands.

Heiðrún seg­ir í samtali við mbl.is að SFF taki und­ir þær áhyggj­ur sem fram koma í bréf­inu. 

„Við tök­um heils­hug­ar und­ir áhyggj­ur Seðlabank­ans og syst­ur­stofn­ana bank­ans á hinum Norður­lönd­un­um af um­fangi og flækj­u­stigi evr­ópska reglu­verks­ins um fjár­mála­starf­semi og styðjum ein­dregið að ráðist verði í ein­föld­un á því. Við hjá SFF höf­um ít­rekað bent á að flókn­ar regl­ur leiði ekki endi­lega af sér meira ör­yggi held­ur sé frem­ur til þess falln­ar að verða sér­stak­ur áhættuþátt­ur. Það hef­ur allt í senn áhrif á eft­ir­litsaðila, fjár­mála­fyr­ir­tæki og viðskipta­vini þeirra,“ seg­ir Heiðrún.

Á fundi sam­tak­anna með Evr­ópsku banka­sam­tök­un­um hafi sömu áhyggj­ur verið viðraðar. „Bent var á að veru­leg hætta sé á að of­reglu­væðing komi niður á sam­keppn­is­hæfni og lífs­kjör­um í Evr­ópu. Koll­eg­ar okk­ar á hinum Norður­lönd­un­um hafa bent á að nú­ver­andi lög­gjöf telji um 3.500 blaðsíður en miðað við áform um frek­ari reglu­setn­ingu stefni í að það auk­ist í um 6.000 síður,“ seg­ir hún.

Þá taki þau und­ir ákall nor­rænu fjár­mála­eft­ir­lits­stofn­anna um að fram­kvæmt verði vandað og áreiðan­legt kostnaðarmat við laga- eða reglu­setn­ingu á vett­vangi ESB.

„Raun­ar á hið sama einnig við á Íslandi. Til að mynda þegar verið er að inn­leiða EES-til­skip­an­ir með íþyngj­andi sér­ís­lensk­um ákvæðum, svo­kallaðri gull­húðun eða blýhúðun, sem of oft er gert án full­nægj­andi kostnaðarmats. Í þessu sam­hengi má minna á að gull­húðun hef­ur verið beitt í um helm­ingi inn­leiðinga tengdri fjár­málaþjón­ustu sam­kvæmt ný­legri meist­ara­rit­gerð, en slíkt eyk­ur flækj­u­stigið í lög­gjöf­inni enn frek­ar.“  

„Engu að síður hafa mörg skyn­sam­leg skref verið tek­in á und­an­förn­um árum í tengsl­um við laga- og reglu­verk á fjár­mála­markaði, enda er skýrt og skil­virkt reglu­verk nauðsyn­leg­ur hlut­ur af skil­virkri fjár­mála­starf­semi,“ seg­ir Heiðrún.

Frétt mbl.is.

Bréf forstjóra norrænna fjármálaeftirlitsstofnana.