Um eiginfjárkröfur og umfram eigið fé í íslenskum bönkum

Eigið fé stóru viðskiptabankanna þriggja hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. Eiginfjárstaða þeirra er sterk og er hlutfallið á bilinu 25-30%. Fáheyrt er að evrópskir bankar séu með jafn há eiginfjárhlutföll. En þegar litið er til þeirra krafna sem gerðar eru til reksturs bankanna sést að svokallað „umfram eigið fé“ bankanna hafi verið 153 milljarðar miðað við áhættuvegnar eignir við árslok 2016. Hlutur ríkisins í þeirriupphæð er um 104 milljarðar.Þegar bankarnir þrír voru endurreistir árið 2009 gerði Fjármálaeftirlitið (FME) kröfu um að eiginfjárhlutfall þeirra yrði að lágmarki 16% af áhættuvegnum eignum (Risk Weighted Assets , RWA). Með áhættuvegnum eignum er átt við samtölu eigna eftir að þær hafa verið vegnar saman með áhættustuðlum sem ætlað er að endurspegli þá áhættu sem fylgir endurheimtu mismunandi eigna eða eignaflokka. Eiginfjárhlutfall bankanna hefur hefur farið hækkandi frá 2009 og var í í árslok á bilinu 25% til 30%. Eiginfjárkröfur hafa jafnframt hækkað. Á alþjóðavettvangi hafa eiginfjárkröfur verið hækkaðar með nýju viðmiðum frá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel, svokölluðum Basel III reglum sem innleiddar hafa verið af ESB með nýrri tilskipun um eiginfjárkröfur (CRD IV) og hér á landi með breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki. Basel III kallar m.a. eftir að lagðir verði á fjórir eiginfjáraukar sem alls geta numið um 10,5%. -12,5%. Þá hafa komið til framkvæmda hér á landi á þessu tímabili ákvæði eldri Basel reglna (Basel II) sem fela í sér viðbótareiginfjárkröfur (Pillar II) sem byggð er á mati á þeirri sérstöku áhættu sem fólgin er í rekstri hverrar lánastofnunar. Afleiðing þessa er að heildareiginfjárkrafa til bankanna þriggja er nú á bilinu 19% - 21% og mun hækka á þessu ár 2% vegna frekari hækkunar á eiginfjáraukum skv. Basel III. Af varúðarástæðum vilja allir bankarnir vera að vera nokkuð yfir tilskildu lágmarki og samkvæmt ársskýrslum þeirra stefna þeir að það vera um 0,5% - 1,5% yfir lágmörkum. Að teknu tilliti til þess var eiginfjárstaða allra bankanna talsvert yfir tilskildu lágmarki, eða 4,5% hjá Íslandsbanka, 4,9% hjá Arion banka og 8,1% hjá Landsbankanum um síðustu áramót. Í fjárhæðum samsvarar þetta til um 135 ma.kr.Eiginfjárkröfur, stoð I og stoð IISamkvæmt Basel III og nú íslenskum lögum er grunneiginfjárkrafa á lánastofnanir 8% eða sú sama og var í Basel I og Basel II. Þessi eiginkrafa er fyrsta stoðin (Pillar I). Þessu til viðbótar ber öllum lánastofnunum að gera innra mat á eiginfjárþörf (Internal Capital Adequacy Process) til að meta þá sérstöku áhættu sem kann vera til staðar vegna þeirra viðskiptastefnu sem lánastofnunin fylgir. Eftirlitsaðilanum, í okkar tilviki FME, ber að rýna mat hverra stofnunar og endurmeta áhættuna telji það ástæðu til, þetta er hið svokallaða SREP ferli (Supervisory Review and Evaluation Process). Niðurstaða þessa sameiginlega ferlis milli lánastofnunar og FME, ICAAP og SREP, er önnur stoðin (Pillar II). Eðli máls samkvæmt er hún mismunandi milli lánastofnana.Eiginfjáraukar samkvæmt Basel IIIMeð Basel III og CRD IV tilskipun ESB er gerð krafa um að ríki taki upp fjóra eiginfjárauka til þess að mæta þeirri áhættu sem er í rekstri fjármálafyrirtækja. Þessar auknu kröfur komu fram í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Ákvæði um eiginfjárauka voru tekin upp í íslensk lög á árinu 2016. Þessir eiginfjáraukar eru:Verndarauki: Verndaraukinn (Capital Conservation Buffer). Í meginatriðum viðbót við lágmarkseiginfjárkröfuna, 8%. Hámark verndaraukans er 2,5% af áhættuvegnum eignum.Hagsveifluauki: Byggður á mati stjórnvalda á stöðu hagsveiflunnar og þörf á varúð í ljósi þess. Hámark hagsveifluaukans 2,5% af áhættuvegnum eignum.Kerfisáhættuauki: Byggður á mati stjórnvalda á kerfisáhættu í efnahagskerfinu. Fjármálafyrirtæki sem starfa í fleiri en einu ríki sæta kerfisáhættuauka hvers ríkis vegna þess þáttar starfseminnar sem er í viðkomandi ríki. Þessi eiginfjárauki getur verið mismunandi eftir fjármálafyrirtækjum. Ekkert hámark er á þessum eiginfjárauka, en sé hann ákveðinn hærri en 3% eða 5% kallar það á samráð við evrópskar eftirlitsstofnanir.Eiginfjárauki vegna kerfislæga mikilvægra fjármálastofnana: Er lagður á fyrirtæki sem talin eru kerfislega mikilvæg til að stuðla að því að þau hafi sérstaklega aukið eigið fé til að forða áföllum í rekstri þeirra. Hámark þessa viðauka er 2%.Hér á landi ákvarðar FME allar eiginfjáraukana, nema verndaraukann sem er fastsettur á 2,5%. FME hefur ákveðið að eiginfjáraukarnir verði teknir upp með eftirgreindum hætti hér á landi hjá bönkunum þremur sem taldir eru kerfislega mikilvægir:Innleiðing FME á eiginfjáraukum hjá Arion banka, Íslandsbanka og LandsbankanumDagsetning

1.11.2016

1.1.2017

1.3.2017

1.11.2017

Kerfisáhætta

3%

3%

3%

3%

Kerfislega mikilvæg fyrirtæki

2%

2%2

2%

2%

Hagsveifluauki

1%

1,25%

Verndunarauki

1,75%

2,5%

2,5%

2,5%

Samanlagðir eiginfjáraukar

6,75%

7,5%

8,5%

8,75%

Yfirlit um heildareiginfjárkröfurHeildareiginfjárkrafan samanstendur af stoðum eitt og tvö og eiginfjáraukunum fjórum. Samkvæmt ársskýrslum bankanna þriggja, en þar koma fram upplýsingar um eiginfjárkröfur vegna grunnstoðar II, voru eiginfjárkröfur þeirra sem hér segir:Eiginfjárkröfur í árslok 2016, kerfislegar mikilvægir bankar

Stoð I

Stoð II

Eiginfjáraukar

Eiginfjárkröfur alls

Eiginfjár-hlutfall

Umfram eigið fé m.v. að eigin-fjárauki stjórn-enda sé 1,5%

Arionbanki

8%

4,3%

6,8%

19,1%

27,1%

6,5%

Íslandsbanki

8%

3,2%

6,8%

18,0%

25,2%

5,7%

Landsbankinn

8%

6,3%

6,8%

21,1%

30,2%

7,6%

Eins og fram er komið munu eiginfjáraukar hækka um 2% á árinu 2017. Í árslok 2017 verða því eiginfjárkröfur FME á bilinu 20% til 23% að öðru óbreyttu. Til viðbótar þessu stefna bankarnir að því að eigið fé sé almennt nokkuð yfir þeim mörkum sem felst í kröfum FME, til þess að forða því lenda undir tilskildum mörkum, stundum nefnt eiginfjárauki stjórnenda (management buffer). Þessi eiginfjárauki virðist vera allt að 1,5% samkvæmt ársskýrslum bankanna sem fjalla um þennan þátt.Mat á umfram eigin féMiðað við áhættuvegnar eignir í árslok 2016 og eiginfjárkröfur bankanna þriggja að viðbættum eiginfjárauka stjórnenda má áætla að umfram eigið fé hafi þá verið um 153 ma.kr. bönkunum, þar af er hlutur banka í eigu ríkis um 104 ma.kr. Miðað við uppgjör bankanna þriggja á miðju ári hafa eiginfjárhlutföll í heild farið lækkandi, aðallega vegna arðgreiðslna. Á sama tíma hafa kröfur vegna eiginfjárauka farið hækkandi vegna upptöku þeirra. Þá gætu kröfur vegna stoðar II einnig hafa breyst á fyrri hluta ársins. Að því gefnu að þær séu óbreyttar má áætla að umfram eigið fé bankann hafi verið þá um 97 ma.kr. þar af um 60 ma.kr. hjá bönkum í eigu ríkissjóðs.