Um eignasamsetningu íslenskra banka
Í grein í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, þann 18. maí síðastliðinn í ritstjórnarpistlinum Skjóðan var fjallað um efnahag og rekstur stóru bankanna þriggja í ljósi nýbirtra uppgjöra þeirra fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins.Þar er meðal annars nefnt að niðurstöðutala efnahags bankanna þriggja hafi verið um 3150 ma.kr. í lok mars 2016. Þá er nefnt að útlán þeirra til viðskiptavina hafi verið um 2200 ma.kr. á sama tíma. Hvort tveggja eru nokkurn veginn réttar rúnnaðar tölur. Af þessu dregur höfundur ristjórnarpistilsins eftirfarandi niðurstöðu:„Það er því augljóst að bankarnir eiga enn eignir upp á næstum 1000 ma.kr., sem ekki tengjast hefðbundinni lánastarfsemi. Þetta eru að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna“.Þegar efnahagsreikningar bankanna þriggja eru skoðaðir kemur eftirfarandi mynd í ljós: Staða 31. mars 2016ma.krHeildareignir 3.169Útlán til viðskiptavina 2.186Lán til fjármálafyrirtækja 135Lausafé í Seðlabanka 276Skuldabréfaeign 354Hlutabréfaeign önnur en í dótturfélögum 82Þeir 1000 ma.kr. sem Skjóðan telur að séu „að stofni til fasteignafélög og rekstrarfélög sem stunda virka samkeppni við viðskiptavini bankanna“ reynast því þegar betur er að gáð vera aðallega lausafjáreignir: þ.e. lausafé í Seðlabanka Íslands og skuldabréfaeign, aðallega markaðssskuldabréf.Bankarnir þrír hafa undanfarin ár varðveitt stóran hluta af rúmri lausafjárfstöðu sinnu í markaðsskráðum skuldabréfum. Samtals nema lausafjáreignir og lán til fjármálafyrirtækja um 765 ma.kr. og skýrir það stærsta hluta annarra eigna bankanna þriggja, annarra en útlána til viðskiptavina.Samtals er hlutabréfaeign bankanna þriggja, en undir það fellur m.a. eign í fasteigna- og rekstarfélögum, eins og sjá má í töflunni um 82 ma.kr. og þar af eru óskráð hlutabréf um 42 ma.kr. Bankarnir hafa jafnframt markvisst á undanförnum árum selt frá sér þær eignir í óskyldum rekstri sem þeir fengu í hendurnar í kjölfar fjármálakreppunnar.