Umhverfisdagur atvinnulífsins

Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins 2021

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2021 verður haldinn miðvikudaginn 6. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10:30.Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu.Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.Í tengslum við daginn er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi málefnum orkuskipta. Nánari dagskrá umhverfismánaðarins má sjá hér fyrir neðan.Dagskrá umhverfisdagsins 6. október lýkur með afhendingu Umhverfisverðlauna atvinnulífsins og við tekur kaffi og tengslamyndun fyrir fundargesti til kl. 11:00.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins. Venju samkvæmt afhendir forseti Íslands Umhverfisverðlaun atvinnulífsins.Hér má skrá sig á Umhverfisdag atvinnulífsins 2021https://sa.is/frettatengt/skraning-hafin-a-umhverfisdag-atvinnulifsins-2021

Dagskrá

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.SetningHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SAOrkuskipti – Leiðin fram á viðHalla Hrund Logadóttir, orkumálastjóriOrkuskipti Bílaleigu AkureyrarJón Gestur Ólafsson, gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri Hölds ehf.Orkuskipti í sjávarútvegiHildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum SFSVistvænni mannvirkjagerðSigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.Fjármögnun orkuskipta – tækifærin og áskoranir frá sjónarhóli bankaKristrún Tinna Gunnarsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni ÍslandsbankaÍ pallborðsumræðum taka þátt:Bjarni Herrera, forstöðumaður sjálfbærni KPMGSigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur Ph.D. VSÓ og dósent við Háskóla ÍslandsSigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri OrkusetursSigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SIUmhverfisverðlaun atvinnulífsins:Forseti Íslands afhendir viðurkenningufyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.Kaffi og tengslamyndun

Umhverfismánuður atvinnulífsins

Í tengslum við Umhverfisdaginn er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan í áhorf á fróðlega umræðuþætti þvert á atvinnugreinar. Þættirnir eru sýndir í októbermánuði þriðjudaga og fimmtudaga frá 10:00 - 10:30 í Sjónvarpi atvinnulífsins á netinu og Facebook live. Samorka Hvernig hleður landinn?Fimmtudaginn 30.september 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-hvernig-hledur-landinnSAF Framtíðin í flugi? Orkuskipti í flugiÞriðjudaginn 5.október 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-framtidin-i-flugi-orkuskipti-i-flugiSFS Orkuskipti í fiskiskipum, hvað þarf til?Fimmtudaginn 7.október 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-orkuskipti-i-fiskiskipum-hvad-tharf-tilSAF Keflavíkurflugvöllur, orkuskipti og innviðauppbyggingÞriðjudaginn 12.október 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-keflavikurflugvollur-orkuskipti-og-innvidauppbyggingSVÞ Orkuskipti í landflutningumFimmtudaginn 14.október 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-orkuskipti-i-landflutningumSFF Græn fjármálÞriðjudaginn 19.október 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-graen-fjarmalSAF Orkuskipti á KiliFimmtudaginn 21.október 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-orkuskipti-a-kiliSamál Álklasinn og tækifæri í loftslagsmálumÞriðjudaginn 26.október 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-alklasinn-og-taekifaeri-i-loftslagsmalumSVÞ Byko - Hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum Fimmtudaginn 2.nóvember 10:00 - 10:30Skráning: https://sa.is/frettatengt/umraeduthattur-byko-hlutverk-byggingarvoruverslunar-i-umhverfismalum