Vinnustofa um aðlögun að loftslagsbreytingum á sviði vátryggingafélaga

Umhverfis- orku - og loftlagsráðuneytið hélt nýverið vinnustofu ásamt SFF um aðlögun að loftlagsbreytingum með áherslu á vátryggingafélög. Um er að ræða samtalsferli ráðuneytisins um ákveðin málefnasvið fyrir landsáætlun í aðlögun að loftlagsbreytingum og er vátrygginga- og fjármálastarfsemi eitt af málefnasviðunum. Í upphafi vinnustofunnar voru nokkur erindi sem settu tóninn en þau voru frá Veðurstofunni, Náttúruhamfaratryggingu Íslands, Seðlabankanum og SFF. Vinnustofan þótti heppnast vel og var góð þátttaka frá vátryggingafélögum auk fulltrúa annarra málefnasviða sem koma að samtalinu við ráðuneytið.