Hvað eru áreiðanleikakannanir?
Flest okkar höfum á liðnum misserum þurft að svara áreiðanleikakönnunum hjá t.d. viðskiptabankanum okkar. Er krafa gerð um fyrirlagningu þessara kannana með lögum til að sporna gegn peningaþvætti og stuðla að gagnsæi í viðskiptum. Til að koma í veg fyrir peningaþvætti þurfa fjármálafyrirtæki að treysta á samvinnu við viðskiptavini sína. Þetta er gert með reglulegum áreiðanleikakönnunum. Í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti.
eru kröfur lagðar á fjármálafyrirtæki til að koma í veg fyrir þetta alþjóðlega vandamál, sem er talið ein af undirstöðum skipulagðrar glæpastarfsemi. Þess vegna ber öllum fjármálafyrirtækjum skylda til að þekkja alla viðskiptavini sína. Til að framfylgja þessum kröfum framkvæma fjármálafyrirtæki áreiðanleikakönnun við upphaf viðskiptasambands og reglulega meðan á því stendur. Viðskiptavinir mega því alltaf búast við aðvera spurðir spurninga eða að kallað verði eftir gögnum. Hér má lesa nánar um áreiðanleikakannanir
Þá höfum við sett saman stutt myndband í samstarfi við Samtök atvinnulífsins