Við viljum vera viss - öryggi í bankaviðskiptum og varnir gegn peningaþvætti
Við viljum vera vissÁ undanförnum misserum hafa viðskiptavinir fjármálafyrirtækja verið beðnir um að svara áreiðanleikakönnunum. Ástæða þess er sú að fjármálafyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki í vörnum gegn skipulagðri glæpastarfsemi; peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er hlutverk fjármálafyrirtækja, sem eru tilkynningaskyldir aðilar, skilgreint og ríkar skyldur lagðar á þau. Þess vegna ber öllum fjármálafyrirtækjum skylda til að þekkja alla viðskiptavini sína. Til að framfylgja þessum kröfum framkvæma fjármálafyrirtæki áreiðanleikakönnun við upphaf viðskiptasambands og reglulega á meðan á því stendur.Smelltu hér og fáðu nánari upplýsingar um áreiðanleikakannanirVið hjá SFF höfum orðið vör við spurningar sem vaknað hafa hjá fólki um þessar aðgerðir. Þeim spurningum viljum við leggja okkur fram um að svara. Því hvetjum við ykkur til að senda okkur fyrirspurn ef upplýsingarnar hér á síðunni svara þeim ekki.