Allir lífeyrissjóðir hafa nú gerst aðilar að samkomulagi um greiðslufresti á lánum fyrirtækja
Samkomulag lánveitenda um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs Covid-19 var undirritað nýlega af lánveitendum innan Samtaka fjármálafyrirtækja. Landssamtök lífeyrissjóða undirrituðu jafnframt samkomulagið með fyrirvara um samþykki einstaka lífeyrissjóða. Nú hafa allir lífeyrissjóðir staðfest þátttöku. Meginþorri lánveitenda til fyrirtækja eru því orðnir aðilar að samkomulaginu, sem ætlað er að greiða fyrir hraðri úrlausn mála og tryggja jafnræði og samræmi milli fyrirtækja og lánveitenda. Í samkomulaginu er ákvæði sem felur í sér að lánveitendur til fyrirtækja sem eru ekki aðilar að samkomulaginu geti, með tilkynningu til Samkeppniseftirlits, gerst aðilar að því. Að því loknu skal senda SFF tilkynningu um þátttöku og upplýsa samtökin aðila samkomulagsins um hinn nýja aðila þess.Aðilar samkomulagsins eru: Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, ÍV sjóðir, Lykill, Sparisjóðirnir, Byggðastofnun og allir lífeyrissjóðirnir.Smelltu hér til sjá frekari upplýsingar um samkomulagið og undanþágu Samkeppniseftirlitsins