Forvarnarleiðbeiningar um lagnakerfi húsnæðis
Samtök fjármálafyrirtækja tóku þátt í gerð forvarnarleiðbeininga til húseiganda sem hafa það markmið að vekja athygli á mikilvægi þess að þekkja lagnakerfi húseigna og umgengni við þau ef eitthvað kemur upp á sem valdið getur tjóni. Reynslan sýni að það geti skipt miklu fyrir húseigendur að þekkja lagnakerfi heimilisins ef það t.d. bilar eða fer að leka.Félag pípulagningameistara gefur leiðbeiningarnar út í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök fjármálafyrirtækja. Það er von samtakanna að leiðbeiningarnar nýtist sem flestum og komi þannig að góðu gagni í baráttunni gegn tjónum.