GUÐJÓN RÚNARSON LÆTUR AF STÖRFUM FRAMKVÆMDASTJÓRA SFF

Guðjón Rúnarsson lætur í dag af störfum framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón, sem er lögfræðingur að mennt, hefur starfað sem framkvæmdastjóri SFF frá stofnun samtakanna í nóvember árið 2006 þegar Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) sameinuðust Sambandi íslenskra tryggingafélaga (SÍT). Fram að stofnun SFF gegndi Guðjón starfi framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.Guðjón verður samtökunum innan handar fyrst um sinn en Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur SFF, mun sinna málefnavinnu SFF þangað til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.Stjórn og starfsfólk samtakanna þakka Guðjóni fyrir vel unnin störf í þágu íslensks fjármálamarkaðar og óska honum velfarnaðar.„Ég hef starfað þessum vettvangi frá aldamótum og upplifað mikla breytingatíma á íslenskum fjármálamarkaði. Það er mjög ánægjulegt að þrátt fyrir að áföll hafi dunið yfir þá stendur íslenskur fjármálamarkaður mun traustari fótum nú en um aldamót. Það hefur verið sérlega gefandi tími og ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með miklum fjölda góðs fólks innan og utan fjármálageirans í starfi mínu. Ég kveð nú starf sem hefur verið krefjandi, en um leið afar gefandi. Þetta hefur verið góður skóli sem ég mun búa að. Ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta.“Guðjón Rúnarsson„Ég vil þakka Guðjóni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins í gegnum tíðina. Hann hefur svo sannarlega staðið vaktina í miklum ólgusjó. Fyrir hönd stjórnar óska ég honum farsældar í nýjum verkefnum.“Birna Einarsdóttir, formaður stjórnar SFF