ILLA SVIKNIR STJÓRNENDUR

Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök atvinnulífsins boða til fræðslufundar um forvarnir gegn netglæpum. Tölvuglæpir og netárásir eru nöturleg staðreynd hins stafræna veruleika. Ísland er ekki eyland í þessum efnum en nánast öll bankaviðskipti hér á landi eru rafræn. Þrátt fyrir að fyrirtæki geti varið sig gegn slíkri ógn með öryggiskerfum þá halda þau engum vörnum gegn ákveðinni tegund slíkra glæpa. Það eru svokölluð stjórnendasvik (e. CEO-Freud) en þau felast í því að fjársvikamenn villa á sér heimildir og þykjast vera stjórnendur í fyrirtækinu sem svikatilraunin beinist gegn og senda trúverðug fyrirmæli á starfsmenn um að millifæra fé með hraði.Slíkar tilraunir hafa borið vaxandi árangur hér á landi undanfarin ár. Besta vörnin gegn þeim eru forvarnir. Að því tilefni boða Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja til forvarnarfundar um málið. Á fundinum munu þeir Hákon Åkerlund og Guðmundur Örn Ingvarsson, sérfræðingar í öryggismálum hjá Landsbankanum, fjalla um einkenni slíkra glæpa og hvernig hægt sé að bregðast við slíkum tilraunum og sem og öðrum netglæpum.Fundurinn verður föstudaginn 28. febrúar og fer fram á 1. hæð Húss atvinnulífsins. Fundurinn hefst 8:30 og stendur til 10. Allir eru velkomnir meðan að húsrúm leyfir en fundinum verður jafnframt streymt á Facebook-síðum Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja. Skráning hér.