Innleiðing Evrópugerðar setur þrýsting á vaxtakostnað við íbúðabyggingar

Viðskiptablaðið fjallað í síðasta tölublaði um breytingar á lögum um bankastarfsemi og neikvæð áhrif lagabreytingarinnar á húsnæðiskaup eignaminna fólks annars vegar og fjármögnun byggingarverkefna hins vegar. Um er að ræða innleiðingu á CRR-reglugerðinni og Basel III-staðlinum.

Í einföldu máli má segja að áhrifin verði til þess að setja þrýsting á vaxtakjör áhættumeiri lána en kann að stuðla að lækkun vaxta áhættuminni lána hvað varðar húsnæðislán til einstaklinga og lánsfjármögnun við byggingu íbúða. Þannig yrði þrýstingur á vaxtakostnað húsnæðislána með hærra veðhlutfall en því öfugt farið hvað varðar húsnæðislán með lægra veðhlutfall. Vaxtakostnaður við íbúðabyggingarfjármögnun muni einnig mögulega hækka vegna meiri eiginfjárbindingar slíkra lána. Sjá fréttaskýringu Viðskiptablaðsins hér. SFF skilaði inn umsögn um þessa innleiðingu í október síðastliðinn og má lesa hana hér.