Metfjöldi skóla í fjármálaleikunum 2024
Aldrei hafa fleiri grunnskólar tekið þátt í Fjármálaleikunum, landskeppni í fjármálalæsi meðal nemenda á unglingastigi grunnskóla, sem nú stendur yfir. Keppnin hófst 1. mars og stendur til 10. mars og því gætu fleiri skólar bæst við.
Í Fjármálaleikunum spreyta nemendur sig á á fjölbreyttum spurningum um fjármál og keppa í nafni síns skóla, en sá skóli sigrar sem fær hlutfallslega flest stig.
Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun og sigurskólinn fær að auki að senda fulltrúa í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í Brussel 18.-19. apríl næstkomandi.
Á síðasta ári tók yfir fimmtán hundruð nemendur í 42 grunnskólum víðs vegar um landið tóku þátt í fjármálaleikunum. Þá fór Austurbæjarskóli með sigur af hólmi og sendi tvo fulltrúa í Evrópukeppnina í fjármálalæsi í Brussel.
Nánar um Fjármáleikana á vef Fjármálavits.