Mikilvægi náms í fjármálæsi – viðtal við Heiðrúnu á Rás 2
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, var í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í vikunni.
Í viðtali ræddi Heiðrún mikilvægi fræðslu í fjármálalæsi fyrir ungt fólk. Heiðrún benti á að þekking á fjármálum sé mikilvæg undirstaða þegar ungt fólk fer út í lífið og til þátttöku í samfélagi sem verður sífellt flóknara. Því ætti fjármálafræðsla að vera hluti skyldunám í grunnskóla en aðalnámskrá grunnskólanna er nú til endurskoðunar.
SFF hefur undanfarin ár rekið fræðsluvettvangingurinn Fjármálavit, með stuðningi frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjármálavit hefur það að markmiði að efla fræðslu tengda fjármálalæsi. Það hefur meðal annars falist í að aðstoða áhugasama kennara með því að leggja til námsbækur, kennsluefni og bjóða upp á námskeið tengd fjármálalæsi.