Sambærileg gjöld og annars staðar á Norðurlöndunum

Að mati Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) er margt ánægju­legt í skýrslu starfs­hóps menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra um gjald­töku og arðsemi ís­lenskra viðskipta­banka.

Til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar snúa að stofn­in­um til að því að stuðla að auknu gegn­sæi og hag­kvæmni sem og að auk­inni fræðslu í fjár­mála­læsi hér á landi. Þessi atriði leiða til upp­lýst­ari og betri ákv­arðana­töku viðskipta­vina og eru til þess fall­in að efla sam­keppni. Allt eru þetta atriði sem SFF fagna og hafa unnið að því að efla á und­an­förn­um árum.

Í skýrsl­unni seg­ir einnig að kostnaður vegna fjár­málaþjón­ustu hafi lækkað að raun­v­irði um 15% til 17% frá ár­inu 2018. Það er því ánægju­legt að sjá að hagræðing í fjár­málaþjón­ustu hafi skilað ár­angri í bar­áttu við verðbólg­una.

Sam­kvæmt skýrsl­unni eru út­gjöld sem neyt­end­ur greiða vegna bankaþjón­ustu einnig mjög sam­bæri­leg hér á landi og ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um sem hlut­fall af neyslu­út­gjöld­um.

Þá kem­ur fram í skýrsl­unni að jafnaði megi áætla að dæmi­gert par greiði ríf­lega sex þúsund krón­ur á mánuði fyr­ir alla bankaþjón­ustu heim­il­is­ins aðra en vexti, eða ríf­lega þrjú þúsund krón­ur á mánuði á mann. Þessi fjár­hæð er áætluð hærri hér en í Nor­egi sem er með lægst­an kostnað en áþekk því sem ger­ist ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Fyr­ir­komu­lag þókn­ana vegna bankaþjón­ustu er tals­vert mis­mun­andi milli landa.

Þó vanda­samt geti verið að draga víðtæk­ar álykt­an­ir af af­komu á einu ári benda niður­stöður skýrsl­unn­ar til að arðsemi ís­lenskra banka sé mjög sam­bæri­leg og hjá öðrum bönk­um á Norður­lönd­un­um af álíka stærð. Þannig var arðsemi eig­in fjár danskra banka sem tekn­ir voru fyr­ir í skýrsl­unni að meðaltali 11,1% á síðasta ári, 10,7% meðal ís­lenskra banka en 10,5% meðal norskra banka, en meðaltal nor­rænna banka af svipaðri stærð var 9,6%.

SFF hafa lengi bent á að helsti mun­ur milli ís­lenskra banka og banka ann­ars staðar á Norður­lönd­um liggi í að hér séu mun hærri sér­tæk­ir skatt­ar en á öðrum Norður­lönd­um og auk þess eru gerðar hærri eig­in­fjár­kröf­ur hér á landi sem ger­ir rekst­ur þeirra dýr­ari. Þessi þætt­ir stuðla að hærri vaxtamun hér á landi eins og rakið var í Hvít­bók um fjár­mála­kerfið frá ár­inu 2018.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að ís­lensku bönk­un­um hef­ur á und­an­förn­um árum tek­ist að ná niður rekstr­ar­kostnaði sem hef­ur skilað sér í hag­kvæm­ari rekstri. Með lækk­un kostnaðar hef­ur tek­ist að ná viðun­andi arðsemi hjá ís­lensk­um bönk­um en arðsemi var á ár­un­um 2016-2018 und­ir þeim kröf­um sem eig­end­ur gerðu til þeirra, sam­an­ber arðsem­is­kröfu Banka­sýslu rík­is­ins. Um mikla hags­muni er að ræða fyr­ir al­menn­ing enda ríkið og líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­ur ís­lensku viðskipta­bank­anna.

Þess má geta að á sama tíma hef­ur þjón­usta bank­anna eflst til muna og þá ekki síst vegna auk­inn­ar áherslu á þróun sta­f­rænna lausna. Nú er al­menn bankaþjón­usta aðgengi­leg al­menn­ingi all­an sól­ar­hring­inn í gegn­um heima­banka í farsím­um og tölv­um.

Heilt yfir dreg­ur skýrsl­an fram að þró­un­in á ís­lensk­um fjár­mála­mörkuðum síðustu ár hafi verið já­kvæð og skilað sér í hag­stæðari og aðgengi­legri þjón­ustu, neyt­end­um og sam­fé­lag­inu til heilla.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. ágúst.