SEGIR RÉTT AÐ AFNEMA SÉRSTAKA SKATTA
Rétt er að afnema sérstaka skatta og gjöld á fjármálafyrirtæki hið fyrsta og samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja gagnvart öðrum lánveitendum er rammskökk. Þetta kemur fram í pistli Óðins í Viðskiptablaðinu.Óðinn, sem skrifar vikulega um efnahagsmál í blaðið, fjallar um nýlega greiningu Capacent á bankamarkaðnum og pistil sem Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur SFF, birtist á heimasíðu samtakanna í síðustu viku. Þar kemur fram að sértækir skattar á fjármálafyrirtæki eru um 20% af kostnaði bankanna og að slíkir skattar séu um 10 sinnum hærri sem hlutfall af landsframleiðslu en í þeim fáu löndum sem á annað borð hafa tekið upp slíka skatta.Óðinn telur „barnalegt“ að halda öðru fram en að svo íþyngjandi skattlagning hafi áhrif á vaxtastigið og tekur undir það sjónarmið að samkeppnisstaða fjármálafyrirtækja sem greiða slíka skatta sé skökk gegn þeim útlánastofnunum sem gera það ekki. Í ljósi þessa telur Óðinn að skilvirkasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi felist í afnámi þessara sérstöku skatta.