Sjónvarp: Umræðuþáttur um græn fjármál

Umræðuþáttur SFF um græn fjármál var að koma út. Í þættinum er rætt við Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, forstöðumann stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka og Pétur Aðalsteinsson, forstöðumann lánastýringar Íslandsbanka, um græn fjármál frá ýmsum hliðum.

Þátturinn er hluti af þáttaröðinni Samtöl atvinnulífsins í tilefni af umhverfismánuði atvinnulífsins sem fer fram í nóvember. Í umhverfismánuðinum í ár er sjónum beint að loftslagsmálum undir yfirskriftinni Á rauðu ljósi? Hápunktur mánaðarins verður Umhverfisdagur atvinnulífsins sem fer fram 29. nóvember en dagurinn verður tileinkaður Loftslagsvegvísum atvinnulífsins sem gefnir voru út í vor.

Horfa má á þáttinn í spilaranum hér að neðan: