UMSVIF RÍKISINS Á FJÁRMÁLAMARKAÐI HAFA FIMMFALDAST

Eignarhlutur ríkissjóðs í bankakerfi landsins er ríflega fimm sinnum hærri í dag en árið 1997 en þá átti ríkissjóður allt hlutafé Búnaðarbankans, Fjárfestingabanka atvinnulífsins og Landsbankans. Þetta kemur í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi stofnunarinnar.Í skýrslunni eru umsvif ríkisins á fjármálamarkaði í Evrópu borin saman. Samanburðurinn sýnir hversu Ísland sker sig úr í þessum efnum en að sögn Bankasýslunnar sýnir hann „hversu gríðarlega há fjárbinding ríkissjóðs í eignarhlutum í viðskiptabönkum er í samanburði við önnur ríki Evrópu.“ Þannig kemur fram að hlutfall íslenska ríkisins í bókfærðu eigið fé viðskiptabankanna sem hlutfall af landsframleiðslu hafi verið tæplega 19% í árslok 2016. Hlutfallið var 3,6% í árslok 1997 þegar ríkið átti Búnaðarbankann, FBA og Landsbankann. Til samanburðar var hluturinn á bilinu 1,9-5,4% á ríkjum á borð við Belgíu, Bretland, Grikkland, Holland og Írland á sama tíma.Þegar er litið er til hlutar í bókfærðu eigin fé sem hlutfall af opinberum skuldum sker Ísland sig einnig úr. Hlutfallið er 34,6% hér á landi meðan það er á bilinu 2,2 til 7,2% í samanburðarríkjunum í Evrópu.