Forvarnarleiðbeiningar - gott að vita varðandi rafmagn

Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) tóku þátt í gerð forvarnarleiðbeininga til húseiganda um það sem er gott að vita varðandi rafmagn. Reynslan í Evrópu sýnir það að tæplega helmingur eldsvoða eru af völdum rafmagns. Húseigendur geta gert margt til að bæta öryggi heimilisfólks og starfsfólks sem fela í sér brunavarnir en í leiðbeiningunum er farið yfir helstu atriði sem draga úr líkum á slysum og eldsvoðum af völdum rafmagns. Samtök rafverktaka (Sart) gefur leiðbeiningarnar út í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Finna má leiðbeiningarnar hér en það er von samtakanna að leiðbeiningarnar nýtist sem flestum og komi þannig að góðu gagni í baráttunni gegn eldsvoðum.