Höldum eldsvoðalaus jól

Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum. Þannig hefst grein Margrétar Arnheiðar Jónsdóttur lögfræðings hjá SFF á vef Vísis um ýmislegt sem beri að varast yfir hátíðarnar. Margrét bendir á að öllum höfum við heyrt forvarnarskilaboð gegnum tíðina í tengslum við að fara varlega með kerti, hafa reykskynjara í hverju herbergi, skipta um batterí einu sinni á ári í reykskynjurum og þar fram eftir götunum en börnin okkar e.t.v. ekki og því er góð vísa aldrei of oft kveðin í þeim efnum. Við þurfum líka að sýna börnunum okkar hvar slökkvitæki og eldvarnarteppi eru geymd og fara yfir flóttaleiðir húsnæðisins. Margrét segir að gæta sín verði sérstaklega á því hvernig gengið sé frá öllum innstungunum á jólaseríum enda geti skapast eldhætta ef það sé ekki rétt gert. Margrét bendir á nokkra hluti sem beri að varast í því samhengi. T.d. megi ekki tengja saman fjöltengi við annað fjöltengi. Grein Margrétar má lesa í heild sinni hér.