Leiðir til að lækka vexti - morgunfundur með frambjóðendum 14. nóvember
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu í samstarfi við Samtök atvinnulífsins standa fyrir morgunfundi fimmtudaginn 14. nóvember undir yfirskriftinni Leiðir til að lækka vexti. Á fundinum verða rætt um hvaða leiðir séu færar til að stuðla að lægra vaxtastigi hér á landi til framtíðar.
Dagskrá fundarins:
Erindi:
Gunnar Haraldsson hagfræðingur mun kynna niðurstöður úttektar ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um þróun starfsumhverfis fjármálaþjónustu á Íslandi undanfarin ár, ásamt skattspori fjármálageirans og ræðir niðurstöðurnar í samhengi við yfirskrift fundarins.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Pallborðsumræður með frambjóðendum:
Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis munu jafnframt ræða sína framtíðarsýn fyrir fjármálaþjónustu hér á landi næstu árin.
Marínó Örn Tryggvason, hjá Arma Advisors og fyrrverandi forstjóri Kviku banka, mun stýra pallborðsumræðunum.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, verður fundarstjóri.
Fundurinn fer fram fimmtudaginn 14. nóvember frá klukkan 9:00-11:00 á Hótel Reykjavík Natura á Nauthólsvegi 52.
Léttar morgunveitingar frá klukkan 8:30. Fundurinn er öllum opinn.