Samkeppnisstaða bankakerfisins áhyggjuefni

Heiðrún Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í fjár­málaþjón­ustu, fagn­ar ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka kerf­isáhættu­auk­ann um eitt pró­sentu­stig, en hún hefði viljað sjá heild­ar­eig­in­fjár­kröfu lækka á stóra banka jafnt sem minni, enda séu eig­in­fjár­kröf­ur hér á landi þær hæstu í gjörv­allri Evr­ópu. Þetta kom fram í viðtali Morgunblaðsins 7. desember síðastliðinn.

Í byrjun desember ákvað fjármálastöðugleikanefnd að lækka svokallaðan kerfisáhættuauka á eigið fé úr 3% í 2% en á móti hækkaði nefndin eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki úr 2% í 3%. Heiðrún sagði að viðtalinu að þetta séu góðar frétt­ir fyr­ir minni fjár­mála­fyr­ir­tæki en eig­in­fjár­kröf­urn­ar á þau lækka. "Eig­in­fjár­kröf­ur á kerf­is­lægu mik­il­vægu bank­ana hér á landi standa þó ekki í stað að öllu leyti. Vissu­lega kem­ur lækk­un á ein­um lið til móts við hækk­un á öðrum, en þegar horft er til lánas em veitt eru er­lend­is þá hef­ur hækk­un­arliður­inn ein­göngu áhrif á þau lán og leiðir því til raun­hækk­un­ar á eig­in­fjár­kröf­um er því nem­ur,“ sagði Heiðrún.

Heiðrún velt­ir því fyr­ir sér hvort hækk­un eig­in­fjárauk­ans vegna kerf­is­legs mik­il­væg­is hafi verið nauðsyn­leg, m.a. í ljósi styrkr­ar eig­in­fjár- og lausa­fjár­stöðu bank­anna. Þá bend­ir hún á að evr­ópsk­ir bank­ar séu í aukn­um mæli að kvarta und­an þungu reglu­verki með vís­an til þess að Evr­ópa sé að verða und­ir í alþjóðlegri sam­keppni.

Hæstu álögurnar í Evrópu

„Þegar við horf­um til þess að ís­lenska fjár­mála­kerfið er með hæstu álög­urn­ar í Evr­ópu er ástæða til að hafa áhyggj­ur af sam­keppn­is­stöðu okk­ar. Í nýbirtri skýrslu In­tell­econ er tekið sam­an að vog­un­ar­hlut­fall ís­lenska banka­kerf­is­ins er það hæsta í Evr­ópu, sem og bindiskylda, auk þess sem við búum við hæstu skatta á banka í Evr­ópu. Í skýrsl­unni er einnig fjallað um svo­kallað Íslands­álag, sem er að miklu leyti heima­til­bú­inn vandi og sam­an­dregið leiða þess­ar sér­stöku ís­lensku álög­ur til þess að vaxta­stig er um einu pró­sentu­stigi hærra en það þyrfti að vera, skv. skýrsl­unni. Önnur birt­inga­mynd heima­til­búna vand­ans kem­ur fram í því að skatt­byrði ís­lenska banka­kerf­is­ins er sú mesta í Evr­ópu í hlut­falli við áhættu­vegn­areign­ir.“