Umsögn - frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði
SFF hafa tekið til skoðunar frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði þar sem lagt er til að innleiða í íslensk lög ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði. SFF gera ekki athugasemdir við að frumvarpið verði að lögum en gera athugasemdir við umfjöllun í greinargerð með frumvarpinu þar sem ýjað er að því að til staðar séu sjóðir á íslenskum sjóðamarkaði sem mögulega falli undir skilgreiningu peningamarkaðssjóða samkvæmt reglugerðinni sem til stendur að innleiða. Samkvæmt upplýsingum frá stærstu rekstrarfélögum sjóða hér á landi, sem eru aðilar að SFF, eru í dag engir sjóðir reknir á Íslandi sem mögulega geta fallið undir skilgreiningu á peningamarkaðssjóði.
Sjá umsögn í heild sinni hér til hliðar