Umsögn SFF um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki
SFF hafa skilað umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki. Umsögn SFF innheldur ósk um breytingar á lögum um bifreiðagjald samhliða setningu laga um kílómetragjald þess efnis að umráðamaður standi straum af bifreiðagjaldi sé hann til staðar. Lög um bifreiðagjald eru ekki nægilega skýr hvað þetta varðar í dag sem hefur orðið ti þess að Skatturinn/Fjársýslan innheimtir bifreiðagjald af fyrirtækjum sem fjármagna bifreiðakaup við kaup ökutækis á miðju tímabili þó að til staðar sé umráðamaður og endurgreiðir bifreiðagjald til fjármögnunarfyrirtækis við sölu ökutækis sem svo þarf að endurgreiða umráðamanni. Til lögð breyting SFF er í samræmi við meginreglu frumvarps til laga um kílómetragjald um að þeir borgi sem nota.