Umsögn SFF um drög að frumvarpi um ýmsar lagfæringar á löggjöf á fjármálamarkaði
SFF fagna því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi áform um ýmsar lagfæringar á lögum á fjármálamarkaði. Í umsögn um málið óska samtökin eftir að 40. gr. laga um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021, verði rýmkuð en þar er gerð krafa um að starfsmenn verðbréfafyrirtækis, sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við fjárfestingarþjónustu og fjárfestingarstarfsemi eða veita fjárfestingarráðgjöf, skuli hafa verðbréfaréttindi auk þess sem þeim er gert skylt að sækja reglulega endurmenntun.
MiFID II tilskipunin 2014/65 var innleidd með lögunum. Þó að það séu vissulega gerðar kröfur í lögunum um þekkingu og hæfni starfsmanna sem sinna tilteknum störfum/veita tiltekna þjónustu þá er gengið lengra en þörf krefur að þessu leyti í lögum hér á landi. sbr. viðmiðunarreglur ESMA (guidelines for the assessment of knowledge and competence).