Umsögn vegna áforma um frumvarp til laga um kílómetragjald

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa tekið til skoðunar áform stjórnvalda þar sem fyrirhugað er að leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag gjaldtöku í formi kílómetragjalds vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða á vegakerfinu. Í áformunum kemur fram að horft er til þess að ef lagaáformin ná fram að ganga verði á næsta ári tekin upp innheimta á kílómetragjaldi hjá eigendum hreinorku- og tengiltvinnbifreiða. Í næsta skrefi (árið 2025) verði kílómetragjaldið lagt á allan bílaflotann en sértæk bensín- og olíugjöld á eldsneyti ökutækja verði þá lækkuð eða felld brott á móti. Fyrirhugað er að innheimta kílómetragjaldsins fari fram með áþekkum hætti og tíðkast við sölu á rafmagni og heitu vatni frá veitufyrirtækjum þ.e. með skráningu notanda bifreiðar á eknum kílómetrum bifreiðar. SFF hafa fengið upplýsingar um að einnig standi til að hætta álagningu bifreiðagjalds í seinni áfanganum árið 2025.

Að mati SFF er afar jákvætt að áformin eru miðuð út því að gjaldtakan ráðist af notkun á vegakerfinu þ.e. miðað er við að þeir borgi sem nota (e. the user pays principle). SFF lesa það út úr áformunum að gert sé ráð fyrir því að skattlagningin, skyldur til skráningar og viðurlög við brotum séu lögð á umráðamann bifreiðar þegar það á við enda um að ræða skattlagningu sem felst í beinum greiðslum umráðamanns fyrir ekna kílómetra á vegakerfinu. SFF fagna því að áformin leggi skyldurnar á umráðamanninn. Slíkt er í samræmi við umferðarlög og lög um ökutækjatryggingar sem gera ráð fyrir skyldum á eiganda eða umráðamann sé hann til staðar. Samtökin leggja þunga áherslu á að það er afar mikilvægt fyrir fjármálafyrirtæki í eignaleigustarfsemi að skatturinn leggist á umráðamann en ekki eiganda í þeim tilvikum þegar um er að ræða bifreiðar sem eru fjármagnaðar með kaupleigusamningum. Skýrt þarf að vera kveðið á um í lögum að svo sé. Gera má ráð fyrir að nú séu um 50 þúsund ökutæki fjármögnuð með kaupleigusamningum á götunum. Þegar svo háttar til er fjármögnunarfyrirtækið skráður eigandi en umráðamaður sá sem notar bílinn og vegakerfið. Verði skatturinn lagður á fjármögnunarfyrirtækið mun það fela í sér afar íþyngjandi skyldur og flækjustig í viðskiptum milli fjármögnunarfyrirtækisins og umráðamanns. Umsögnina má lesa hér til hliðar.

Nýjustu umsagnir

Umsögn SFF til Alþingis um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Umsögn um áform vegna innleiðingar á nýjum bankapakka ESB

Umsögn vegna innleiðingar sjálfbærnireikningsskilatilskipunar ESB (CSRD)

Umsögn vegna mögulegrar hækkunar á kaupauka hjá innlendum verðbréfafyrirtækjum

Umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á eiginfjárbindingu og eiginfjárkröfu í framkvæmdafjármögnun

Umsögn um drög að frumvarpi um stafrænan viðnámsþrótt fjármálamarkaðar (DORA)

Umsögn SFF um áform um breytingu á lögum um meðferð sakamála o.fl.

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF um frumvarp um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Umsögn SFF um frumvarp um breytingu á umferðarlögum

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur)

Umsögn SFF um tillögur að endurskoðun greinasviða aðalnámskrá grunnskóla

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 (fjárfestingarkostir viðbótarlífeyrissparnaðar)

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um ýmsar lagfæringar á löggjöf á fjármálamarkaði

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um sjúklingatryggingu

24 ábendingar til starfshóps um gullhúðun EES-reglna

Umsögn SFF til Alþings við frumvarp um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis við frumvarp um fyrirtækjaskrá ofl.

Umsögn um áform í samráðsgátt um gerð frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SA og SFF um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða

Umsögn SFF til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um slit ógjaldfærra opinberra aðila (ÍL-sjóður)

Umsögn SFF og SA um drög að frumvarpi um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi)

Umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um aðför og nauðungarsölu

Umsögn um frumvarp til nýrra laga um sjúklingatryggingu

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Umsögn vegna áforma um frumvarp til laga um kílómetragjald

Umsögn SFF um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn SFF, SA og VÍ um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um áform um breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands (Peningaþvætti)

Umsögn vegna áforma um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn

Umsögn um áform um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Umsögn um áform til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu

Sameiginlega umsögn SFF, SA og Viðskiptaráðs um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn um drög að reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði ofl.

Umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um fjármögnunarviðskipti með verðbréf

Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða, álitsgerða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðisstarfsmanna

Umsögn um drög að reglugerð um eignaskráningu í verðbréfamiðstöð

Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

Umsögn - frumvarp um sértryggð skuldabréf

Umsögn til Alþingis – persónuvernd

Síðari umsögn um frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn – breyting á húsaleigulögum

Umsögn - frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Umsögn - Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Sameiginleg umsögn um breytingar á lögum um persónuvernd

Umsögn - frumvarp um greiðslureikninga

Umsögn SFF og SA við frumvarp til breytinga á lögum um skráningu raunverulegra eigenda

Umsögn um breytingu á reglugerð um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti

Umsögn um frumvarp um rafrænar skuldaviðurkenninga