Umsögn SFF um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur)
SFF hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. Með frumvarpinu eru annars vegar lagðar til breytingar á fjárhæðum, skerðingarmörkum og skerðingarhlutföllum barnabóta og hins vegar er lagt til í frumvarpinu að á árinu 2024 verði ákvarðaður sérstakur vaxtastuðningur sem verði greiddur inn á höfuðstól lána eða til að lækka afborganir lána. SFF hafa ekki athugasemdir við tillögur frumvarpsins er lúta að barnabótum.
Hins vegar er ljóst að tillögur frumvarpsins um sérstakan vaxtastuðning gera ráð fyrir talsverðri aðkomu fjármálafyrirtækja við framkvæmd og ráðstöfun inn á lán eða afborganir. Eftir umfjöllun hjá aðildarfélögum SFF hefur komið í ljós að hluti af þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu um ráðstöfun á sérstökum vaxtastuðningi mun reynast illmögulegur í framkvæmd eins og nánar er lýst í umsögninni.