Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) hafa skilað umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti (pþvl.) og fjármögnun hryðjuverka og lögum um alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frystingu fjármuna (áhættumat o.fl.)
Frumvarpið gerir annars vegar ráð fyrir breytingum eða viðbótum sem snúa að áhættumati, umgjörð varna tilkynningarskyldra aðila og sektarheimildum eftirlitsaðila en snýst hins vegar um úrbætur vegna annmarka sem komið hafa íljós við beitingu laganna. Í kafla frumvarpsins um tilefni er m.a. minnst á að FATF muni hefja fimmtu úttekt sína á vörnum Íslands í málaflokknum á árinu 2025 þar sem skoðað verður hvernig tekist hefur til frá síðustu úttekt og hversu skilvirkar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru í reynd.
Athugasemdir SFF við frumvarpið varpa m.a. ljósi á annmarka sem samtökin telja vera á gildandi lögum sem áður hefur verið bent á.