Umsögn SFF til Alþings við frumvarp um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)
SFF hafa tekið til skoðunar frumvarp til breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun). Þar ítreka SFF umsagnir sem sendar hafa verið inn á fyrri stigum. Í umsögninni er einnig bent á yfirstandandi samvinnu Seðlabankans og fjármálastofnana þar sem fari fram umfangsmikil verkefnavinna við að leita leiða til að mæta sjónarmiðum stjórnvalda án þess að kostnaður við greiðslumiðlun aukist. Því verkefni er ekki lokið enda vandséð að hægt verði að koma á fót nýrri greiðslulausn án aukins kostnaðar.Eðlilegt sé að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að ná fram niðurstöðu í málið með samstarfi við stjórnvöld áður en ráðist er í lögfestingu svo íþyngjandi löggjafar án raunverulegs kostnaðarmats og sem byggi á óljósum hugmyndum um mögulegan sparnað. Þá séu uppi efasemdir um hvort efni frumvarpsins standist stjórnarskrá, samkeppnisrétt og EES rétt. SFF leggja því til að beðið verði með lögfestingu frumvarpsins þar til fullnægjandi mat á öllum þessum þáttum hefur farið fram.